spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már atkvæðamikill er Siauliai voru slegnir út úr bikarkeppninni

Elvar Már atkvæðamikill er Siauliai voru slegnir út úr bikarkeppninni

Elvar Már Friðriksson og Siauliai eru úr leik í konunglegu bikarkeppninni í Litháen eftir samanlagt tap í tveimur leikjum fyrir Neptunas. Siauliai vann leik sinn í kvöld með 11 stigum, 88-77, en hefðu þurft að vinna leikinn með 16 stigum til þess að komast áfram, þar sem þeir töpuðu þeim fyrri 91-76.

Elvar Már átti fínan leik fyrir Siauliai í seinni leiknum í kvöld. Skilaði níu stigum, þremur fráköstum, átta stoðsendingum og stolnum bolta á rúmri 31 mínútu spilaðri.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -