spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már atkvæðamikill er Rytas lagði Lietkabelis í framlengdum leik

Elvar Már atkvæðamikill er Rytas lagði Lietkabelis í framlengdum leik

Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Lietkabelis í framlengdum leik í dag í LKL deildinni í Litháen, 109-104.

Rytas er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með sjö sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 9 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá var hann gífurlega mikilvægur liðinu á lokamínútum venjulegs leiktíma, þar sem 5 stiga hans komu þegar innan við 2 mínútur voru eftir.

Næsti leikur Elvars er gegn hans gömlu félögum í Siauliai þann 17. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -