spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már atkvæðamestur í tapi fyrir Juventus

Elvar Már atkvæðamestur í tapi fyrir Juventus

Elvar Már Friðriksson og Siauliai töpuði í dag fyrir Utenos Juventus í LKL deildinni í Litháen í dag, 96-82. Siauliai sem áður í 10. sæti deildarinnar með tvo sigra og níu töp úr fyrstu ellefu umferðunum.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum í dag skilaði Elvar Már 16 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum, en hann var framlagshæsti leikmaður liðsins í leiknum. Næsti leikur Siauliai er gegn Neptune þann 10. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -