spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Elvar kúrir hjá sjúkraþjálfurum fram að næsta leik

Elvar kúrir hjá sjúkraþjálfurum fram að næsta leik

Elvar Már Friðriksson játti því í viðtali í gærkvöldi að hann gengi ekki alveg heill til leiks þessa dagana eftir að hafa fengið á sig smá “hnjask” í leiknum gegn Belgíu. Líkast til hafa flestið tekið eftir að þegar Elvar fór út af fór hann beint á æfingahjól hjá bekknum og hélt sér “volgum”.

Elvar var tregur í raun til þess að segja til eymsla sinna í viðtali enda ekki sá maður sem grípur í afsakanir við nein tilefni. Elvar sagðist munu líkast til gista hjá Gunnari Má og sjúkraþjálfarateyminu fram að næsta leik en hikaði hvergi þegar hann sagðist munu verða klár í næsta leik.

Fréttir
- Auglýsing -