spot_img
HomeFréttirElvar íþróttamaður ársins hjá Barry

Elvar íþróttamaður ársins hjá Barry

Elvar Már Friðriksson hefur lokið árum sínum hjá Barry háskólanum en hann hefur í gegnum árin hrúgað inn viðurkenningum og vel hefur gengið innan vallar. Barry lauk þessu tímabili þegar liðið féll úr leik í átta liða úrslitum annarar deildar Bandaríska háskólaboltans. 

 

Á dögunum var lokahóf íþróttamanna í Barry háskólanum haldið. Elvar Már stóð þar uppi með tvær viðurkenningar. Annars vegar var hann útnefndur sem íþróttamaður ársins í Barry háskólanum en leikið er í mörgum íþróttum þar. Hann var einnig valinn mikilvægasti leikmaður (MVP) körfuknattleiksliðsins. 

 

Það verður ekki annað sagt en að Elvar skilji eftir stórt skarð í liði Barry en hans verður minnst hjá skólanum í langan tíma enda bætti hann fjölmörg met. Elvar á flestar stoðsendingar í sögu skólans eða 637 talsins, það á þremur árum en Ryan Saunders sem átti metið fyrir náði 578 stoðsendingum á fjórum árum.

 

Auk þess er hann fimmti stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og rauf 1000 stiga múrinn á tímabilinu. Hann er einungis einn af níu einstaklingum sem hafa náð því hjá skólanum. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -