spot_img
HomeFréttirElvar fær meðbyr hjá fjölmiðlum fyrir tímabilið með Barry

Elvar fær meðbyr hjá fjölmiðlum fyrir tímabilið með Barry

Sporting News í Bandaríkjunum veittu Elvari Má Friðrikssyni „Honorable Mention All-American“ á dögunum í umfjöllun sinni fyrir komandi átök í annarri deild bandaríska háskólaboltans. „Honorable Mention“ má útleggja sem vel viðurkennt framlag sem Elvar vann af hendi fyrir Barry University á síðasta skólaári vestanhafs. All American hlutinn á þá við þá viðurkenningu sem miðillinn vill veita Elvari en er að sjáfsögðu aðeins ætlaður leikmönnum frá Bandaríkjunum.

Á síðustu leiktíð leiddi Elvar aðra deildina í bandaríska háskólaboltanum í stoðsendingum með 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og með 10,8 stig. Hans framlag var einn af stóru þáttunum í 26-7 tímabili Barry síðasta vetur þar sem liðið vann The Elite Eight. Elvar er þó eini byrjunarliðsmaðurinn sem snýr aftur til Barry þetta tímabilið.

Ljóst er að umtalsverðar breytingar hafa orðið á hóp Barry en liðið er núna sett í 19. sæti yfir sterkustu liðin í 2. deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -