spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar atkvæðamestur í þriðja tapi Siauliai í röð

Elvar atkvæðamestur í þriðja tapi Siauliai í röð

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai í Litháen töpuðu nokkuð örugglega fyrir liði Alytaus Dzukija fyrr í dag, 71-102.

Elvar átti hinn fínasta leik fyrir Siauliai í dag, var atkvæðamestur sinna manna með 15 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst.

Elvar og félagar eru eina liðið sem er enn án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðirnar, en næst leikur liðið þann 4. október í deildinni gegn Prienų CBET.

Fréttir
- Auglýsing -