Menn hafa varið tilraunir andstæðinga sinna til að skora úr hraðaupphlaupi lengur en LeBron James hefur verið til. Hann hefur hins vegar gert það að sérgrein sinni og er það farið að vekja óhug leikmanna þeirra liða sem mæta Miami Heat á vellinum að vita til þess að hraðlestin er á skriði fyrir aftan þig. Þessi sérgrein hans hefur meira að segja fengið sitt eigið vörumerki sem er “Chasedown Block” sem við getum íslenskað sem “eltihrellivörn”.
Meistari Max Frishberg tók um daginn saman öll þessi helstu tilþrif LeBron James í mögnuðu myndbandi.
Sport Science þátturinn gerði eitt sinn þessi tilþrif LeBron James að rannsóknar- og umfjöllunarefni sínu í einum mögnuðum þætti.



