spot_img
HomeFréttirElma Jóhannsdóttir: Vorum ekki tilbúnar gegn Svíþjóð

Elma Jóhannsdóttir: Vorum ekki tilbúnar gegn Svíþjóð

09:18

{mosimage}

Elma Jóhannsdóttir leikmaður 16 ára liðs kvenna þótti leika best stúlknanna gegn Svíum í dag.  Elma lék þó einungis 10 mínútur, en skilaði frábærri frammistöðu á þeim 10 mínútum.  Karfan.is tók Elmu tali eftir leikinn.

{mosimage} 

Elma Jóhannsdóttir leikmaður 16 ára liðs kvenna þótti leika best stúlknanna gegn Svíum í dag.  Elma lék þó einungis 10 mínútur, en skilaði frábærri frammistöðu á þeim 10 mínútum.  Karfan.is tók Elmu tali eftir leikinn. 

Þið byrjuðuð illa gegn Svíþjóð og lentuð 25-0 undir strax í byrjun, en hélduð jöfnu við Svíana það sem eftir var leiks.  Hvað var það sem gerðist í byrjun leiks og hvað breyttist svo í stöðunni 25-0?
Við vorum bara ekki tilbúnar í verkefnið, vorum bara ekki nógu ákveðnar og þær eru mjög stórar og við vorum þá hræddar við þær.  En svo þegar leið á þá föttuðum við að við þurftum ekki að vera hræddar við þær og gátum alveg spilað. 

Ef þið mynduð mæta sænsku stúlkunum aftur á þessu móti, heldurðu að úrslitin yrðu betri fyrir Ísland
Já, ég held það alveg pottþétt. 

Þið eruð búnar með þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur og eigið svo fjórða leikinn á morgun gegn Dönum, verða úrslitin hagstæð fyrir Ísland?
Ég veit það ekki, en við ætlum að vinna.

Fréttir
- Auglýsing -