spot_img
HomeFréttirEllis ekki meira með Keflavík

Ellis ekki meira með Keflavík

15:03

{mosimage}

 

 

Bandaríkjamaðurinn Tim Ellis sem leikið hefur með Keflavík til þessa mun ekki leika meira með liðinu í vetur. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur ákvað að segja upp samningnum við Ellis og nú stendur yfir leit af arftaka hans.

 

„Tim var í raun ekki góður liðsmaður og það er ástæðan fyrir því að hann kemur ekki aftur til okkar úr jólafríinu,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir. „Það kemur nýr maður í hans stað og við erum að leita af jákvæðum og duglegum leikmanni,“ sagði Sigurður.

 

Aðspurður hvort AJ Moye væri á lausu hló Sigurður við og sagði það vera fjarlægan draum að fá Moye aftur en hann er að gera það gott í Þýskalandi um þessar mundir. Sigurður játti því að það væri happafengur að fá leikmann með svipað vinnusiðferði og Moye en sagði það vera fátítt en Moye fór hamförum með Keflavík á síðustu leiktíð.

 

Jermaine Williams hóf leiktíðina með Keflavík en svo var sú ákvörðun tekin að notast við Tim Ellis í deildarkeppninni og Williams í Evrópukeppninni. Samkvæmt reglum KKÍ má Williams þá ekki leika aftur með Keflavík í Iceland Express deildinni.

 

Sigurður sagði ennfremur við Víkurfréttir að leitað yrði að manni til að skila stöðu framherja og kraftframherja.

 

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -