Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil Włocławek lögðu Energa Czarni Słupsk í pólsku úrvalsdeildinni, 91-80.
Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum var Elvar Már með átta stig, frákast og fjórar stoðsendingar.
Eftir leikinn eru Elvar Már og félagar í 4. sæti deildarinnar með fimm sigra og þrjú töp það sem af er deildarkeppni.



