spot_img
HomeFréttirEllefu hringir – Æviminningar Phils Jackson

Ellefu hringir – Æviminningar Phils Jackson

Sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar frá upphafi, Phil Jackson, stefnir að útgáfu æviminninga sinna á næsta ári skv. Penguin Press. Jackson sem er meðlimur í frægðarhöll NBA varð ellefu sinnum NBA meistari með Chicago Bulls og LA Lakers en bókin mun bera nafnið: ,,Eleven rings.“
Eflaust bíða margir spenntir eftir svona verki frá Jackson sem stýrt hefur bestu körfuknattleiksmönnum heims á borð við Michael Jordan og Kobe Bryant. Jackson sem er 66 ára gamall hefur unnið 1155 leiki í NBA og er með 70,4% vinningshlutfall á ferlinum sem er besti árangur þjálfara í deildinni.
 
Jackson settist í helgan stein að loknu síðasta tímabili eftir að Lakers duttu út úr úrslitakeppninni gegn Dallas sem síðar urðu meistarar.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -