spot_img
HomeFréttirEllefu, ellefu, ellefu hjá Hildi Sigurðuardóttur

Ellefu, ellefu, ellefu hjá Hildi Sigurðuardóttur

Snæfell sem eru á toppnum og Breiðablik sem vermir botnsætið og berst fyrir veru sinni í deildinni mætust í Stykkishólmi í Dominosdeild kvenna. Veikind herjuðu á gestina grænu ein varð eftir heima og ein lá fyrir inni í búningsklefa.
 
Snæfell komust í 8-0 með ágætum og virtust ekki þurfa að erfiða mikið við sóknir sínar. Varnartilburðir voru snæfelli ekki erfiðir einnig í upphafi leiks og tóku þær allflesta lausa bolta eftir reynd skot Breiðablik og settu sig strax í flugstjórasætið 17-7 og svo komnarí 24-12 þegar fyrsti hluti leið hjá og Kristen McCarthy komin með 13 stig fyrir Snæfell.
 
Gunnhildur Gunnarsdóttir raðaði stigum á töfluna og Snæfell komust fljótt í 38-14 þegar Hildur Sigurðardóttir vildi fá að setja þrista líka og 12-0 kafli Snæfells raunin. Illa gekk hjá Breiðabliksstúlkum að finna netmöskavana en þrátt fyrir jafnræði í skotum þá var nýtingin hjá gestunum helmingi slakari og gott betur í % voru þetta 50 -25 í 2ja, 45-13 í 3ja og 75-33 í vítum. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina í hálfleik 48-20 og réðu öllum þáttum leiksins á vellinum.
 
Kristen McCarthy var komin með 16 stig og 9 fráköst fyrir Snæfell, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8 stig og Alda Leif 7 stig og er gaman að sjá innkomu hennar í leiknum. Hjá Breiðablik var Arielle Widerman komin með 6 stig og 7 fráköst og Jóhann Björk þar á eftir með 4 stig.
 
Staðan var orðin 63-28 þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja hluta og fyrir lokafjórðunginn var staðan 67-33 og eftirleikur Snæfells orðin formsatriði eitt og slökuðu þær á taumnum í framan af fjórða hluta og liðin skoruðu á víxl. Snæfell hafði þó sigur í þeim fjórða 17-16 og sigruðu leikinn örugglega 84-48. Hildur Sigurðardóttir stóð við loforð fyrir leikinn að splæsa einu sinni í þrennu og það stóðst með 11/11/11 og myndarlegar tölur þar. A
 
Snæfell: Kristen McCarthy 28/14 frák/7 stoðs/4 stolnir. Gunnhildur Gunnarsdóttir 13. Hildur Sigurðardóttir 11/11 frák/11 stoðs. Alda Leif 10/7 frák. Rebekka Rán 5/4 frák. Rósa Kristín 5. María Björnsdóttir 4/5 frák. Helga Hjördís 3/5 frák. Berglind Gunnarsdóttir 2/7 frák. Hugrún Eva 2/6 frák. Silja Katrín 1.
 
Breiðablik: Guðrún Edda 12. Arielle Widerman 10/8 frák. Aníta Rún 6. Berglind Karen 6/4 frák. Elín Sóley 5/8 frák. Jóhanna Björk 4/8 frák. Isabella Ósk 3. Elín Kara 2. Hafrún Erna 0. Kristín Rós 0. Hlín Sveinsdóttir 0.
 
 
Umfjöllun/Símon B Hjaltalín
Mynd úr safni/ Eyþór Benediktsson  
Fréttir
- Auglýsing -