spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaElísabeth á leið til Liberty University

Elísabeth á leið til Liberty University

Elísabeth Ægisdóttir, leikmaður Hauka í Subway-deild kvenna, mun halda til náms í Bandaríkjunum á næsta tímabili, en þetta tilkynnti ANSA Athletics í dag. Elísabeth hefur samið við Liberty-háskólann í Virginíu um að leika með liði Liberty Lady Flames í Conference USA deild NCAA háskólaboltans.

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Emma Sóldís Hjördísardóttir, liðsfélagi Elísabethar hjá Haukum, hefði samið við Liberty skólann og munu þær stöllur því verða liðsfélagar í háskólaboltanum.

Fréttir
- Auglýsing -