spot_img
HomeFréttirElín Sóley til Tulsa

Elín Sóley til Tulsa

Elín Sóley Hrafnkellsdóttir leikmaður Vals hefur samið við Háskólann í Tulsa um að spila með háskólaliði skólans ásamt því að setjast á skólabekk. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans í dag. 

 

„Þegar ég sá fyrst mynband af Elínu, þá sagði ég bara Vá. Þessi getur spilað á háu leveli og hún hættir ekki á hreyfingu.“ Sagði Matilda Mossman þjálfari Tulsa á heimasíðu skólans og bætti við. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum leikmenn utan úr heimi og ég held við séum að byrja vel. Við erum spennt fyrir því að fá leikmann með slík gæði eins og Elín hefur“ 

 

„Elín er draumur allra þjálfara.“ sagði Darri Freyr Atlason þjálari Vals einnig í samtali við heimasíðuna. „Hún hefur hugarfar sigurvegarans og leitast alltaf við að bæta sig.“ 

 

Elín Sóley hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og á að baki 7 leiki með A-landsliði Íslands. Hún er með 10,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali fyrir Val í Dominos deild kvenna á tímabilinu. Valur er komið í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrsta sinn og hefur Elín Sóley verið frábær í úrslitakeppninni hingað til. 

 

Lið Tulsa leikur í The Americans deildinni í 1. deild háskólaboltans. Meðal liða í deildinni eru Connecticut Huskies sem hafa unnið Bandaríska meistaratitilinn ellefu sinnum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -