spot_img
HomeFréttirElín Sara vann ferð á NBA leik með Boston

Elín Sara vann ferð á NBA leik með Boston

20:00
{mosimage}

Elín Sara Færseth datt heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var í  NBA iðkendaleik Unglingaráðs KKD UMFN fyrir skemmstu. Í haust þegar starf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFN hófst var ákveðið að draga um veglega vinninga og fóru allir iðkendur í pott. Dregið var á leik UMFN og Keflavíkur í lok október. Aðalverðlaunin voru svo ferð fyrir tvo á NBA leik til Boston og var nafn Elínar Söru dregið fyrst upp úr pottinum. 

 

Stelpan sem æfir körfubolta hjá UMFN með 7.flokk var að sjálfsögðu mjög glöð og gat vart hugsað sér betri jólaglaðning.  Fjölskyldan tók öll ákvörðun um að skella sér með og ætla þau að fara efir áramót. Að fara á NBA leik er ógleymanleg upplifun og Elín sagði að stefnan væri sett á að sjá leik Boston og Miami. Aðrir vinningshafar voru þau Þóra Snædís Björnsdóttir, Magni Arngrímsson, Sigurbergur Björnsson og Sigurður Svansson en þau hlutu aðra smærri  vinninga s.s. tölvuleiki, töskur og pizzaveislur.   

Þess má svo geta að dregið verður um aðra ferð og vinninga á nýju ári og verður það gert  á kvennaleik hjá mfl UMFN. Unglingaráð UMFN vill koma á framfæri þökkum til þeirra ágætu fyrirtækja sem gerðu þennan NBA leik að veruleika, Verkfræðistofu Suðurnesja, Ungó  og RH Innréttingum. 

Mynd: www.umfn.is – Frá vinstri, Elína Sara, Þóra Snædís, Sigurbergur Björnsson og Magni Arngrímsson.

 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -