spot_img

Elfa til Ármanns

Ármenningar hafa styrkt sig fyrir komandi átök í 1. deild kvenna en Elfa Falsdóttur hefur samið við félagið að ljúka tímabilinu með þeim.

Ármenningar sem sitja í 7. sæti 1. deildarinnar hafa ekki staðið undir vætningum en liðinu var spáð efsta sætinu fyrir tímabil. Ljóst er að liðið ætlar sér að gera betur á nýju ári og fá nú öflugan leikmann til liðsins.

Tilkynningu Ármanns má finna hér að neðan:

Ármann hefur samið við Elfu Falsdóttir um að leika með liðinu út þessa leiktíð. 

Elfa er 24. ára bakvörður sem er uppalin í Keflavík en hefur einnig leikið með Val, Fjölni og Njarðvík. Þar af fjögur tímabil í efstu deild. 

Elfa hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var meðal annars fyrirliði U16 landsliðs Íslands sem varð Norðurlandameistari. Þá varð Elfa Íslands-og bikarmeistari með Keflavík í flestum yngri flokkum. Þar fáum við Ármenningar inn mikinn sigurvegara í leikmannahóp okkar. 

Það er frábærar fréttir að Elfa taki slaginn þeð okkur Ármenningum en hún hefur æft með liðinu síðustu vikur.

Elfa hefur fengið leikheimild og verður í leikmannahóp Ármanns gegn KR annað kvöld. Leikurinn fer fram í DHL höllinni. 

Bjóðum Elfu hjartanlega velkomna í Kennó og hlökkum til samstarfsins.

Fréttir
- Auglýsing -