spot_img
HomeFréttirElbert Clark Matthews til Grindavíkur

Elbert Clark Matthews til Grindavíkur

Grindavík er komið með leikheimild fyrir hinn bandaríska Elbert Clark Matthews og mun hann því vera löglegur með liðinu í næsta leik, en samkvæmt heimildum Körfunnar mun hann koma til liðsins nú um helgina.

Elbert Clark er 26 ára gamall, 196 cm bakvörður sem síðast lék fyrir Oliveirense í Portúgal, en áður hefur hann verið á mála hjá liðum í þróunardeild NBA deildarinnar sem og í Finnlandi.

Grindavík er fyrir með hinn bandaríska Travis Atson sem leikið hefur fjóra leiki fyrir félagið og skilað 11 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á um 19 mínútum að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -