spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ekki ómögulegt með leikmönnum eins og hinni hæfileikaríku Söru Rún Hinriksdóttur, en...

Ekki ómögulegt með leikmönnum eins og hinni hæfileikaríku Söru Rún Hinriksdóttur, en ólíklegt

Nú fyrir helgina tilkynnti Pekka Salminen sinn fyrsta A landsliðshóp kvenna fyrir fyrstu tvo leiki undankeppni EuroBasket 2027.

Fyrri leikur þessa fyrsta glugga keppninnar er heima gegn Serbíu komandi miðvikudag 12. nóvember. Seinni leikurinn er svo gegn Portúgal ytra þriðjudag 18. nóvember.

Hérna má sjá hóp Íslands fyrir leikina

Á dögunum gaf FIBA út kraftröðun fyrir keppnina þar sem öllum 38 liðum hennar er raðað eftir styrkleika. Efstar á listanum eru Belgía, í öðru sætinu Spánn og því þriðja lið Frakklands.

Hérna er hægt að skoða listann

Öllu neðar þarf að leita til að finna Ísland á litsnum, en þær eru í 32. sæti hans. Um Ísland er sagt á listanum ,,Það er mikil krafa að Ísland vinni aðeins gegn Serbíu og Portúgal, jafnvel þótt bæði lið eigi við sín vandamál að stríða. Þó ekki ómögulegt með leikmönnum eins og hinni hæfileikaríku Söru Rún Hinriksdóttur, en ólíklegt.”

Sé litið til hinna tveggja liðanna sem eru í riðil með Íslandi er Portúgal í 18. sætinu og Serbía sæti ofar í 19. sætinu.

Frítt verður á leik miðvikudagsins í boði Bónus, en leikurinn er á dagskrá kl. 19:30 og fer hann fram í Ólafssal í Hafnarfirði.

Hérna er heimasíða keppninnar

Fréttir
- Auglýsing -