spot_img
HomeFréttirEkki náðist að leggja Dani í annarri tilraun

Ekki náðist að leggja Dani í annarri tilraun

21:29

{mosimage}

Stelpurnar í U-16 kvenna mættu Dönum í leik um 3. sætið en þessi lið mættust í riðlinum og þá höfðu Danir sigur 69-64 í hörkuleik. Í dag reyndist annað vera uppi á teningnum en Danirnir voru betri en hræðileg byrjun varð liðinu að falli.

Byrjunarlið Íslands: María Ben Jónsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, Thelma Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ína María Einarsdóttir.

Það má með sanni segja að leikurinn hafi verið búinn áður en hann byrjaði en Danir skoruðu 12 fyrstu stigin áður en Ísland náði að svara. Fyrsta karfan hjá Íslandi kom eftir sjö mínútur en þá setti Margrét Rósa Hálfdanardóttir tvö stig en stig Íslands í leikhlutanum voru aðeins níu gegn 28.

{mosimage}

Sóknarleikur Íslands lagaðist aðeins í 2. leikhluta og stelpurnar fóru að skora reglulega en á meðan var varnarleikur liðsins ekki eins beysin. Þær fengu á sig alltof margar auðveldar körfur og Danirnir nýttu sér þetta í gríð og erg. Í hálfleik var staðan 47-17 en síðustu 12 stigin voru dönsk.

Íslenska liðið spýtti svo sannarlega í lófana í hálfleik en þær komu alveg dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn og skoruðu þær átta fyrstu stigin og minnkuðu muninn í 21 stig 46-25. Danirnir náðu þó að komast á blað í 3. leikhluta en þær juku muninn á ný og leiddu 68-32 að loknum þremur leikhlutum.

Svæðisvörn Íslands var frekar opin sem gaf Dönum of mörg auðveld og opin skot. Þetta háði liðinu í leiknum enda fengu þær á sig 82 stig.

{mosimage}

Fjórði leikhluti var aldrei spennandi en Danir kláruðu leikinn með stæl og spiluðu af krafti alveg fram í lokin. Bronsið var því danskt að þessu sinni en stelpurnar hafa staðið sig með ágætum á mótinu og með smá heppni hefðu þær geta unnið fleiri leiki.

Stig:
Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10 stig
Thelma Ásgeirsdóttir 7 stig
María Ben Jónsdóttir 7 stig
Ína María Einarsdóttir 6 stig
Árnína Rúnarsdóttir 4 stig
Eva Rós Guðmundsdóttir 3 stig
Sandra Grétarsdóttir 2 stig
Sigrún Albertsdóttir 2 stig
Berglind Gunnarsdóttir 2 stig
Hrafnhildur Sævarsdóttir 1 stig
Dagbjört Samúelsdóttir og Árný Gestsdóttir spiluðu en náðu ekki að skora.

www.kki.is

myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -