spot_img
HomeFréttirEkki meira með á tímabilinu

Ekki meira með á tímabilinu

Bakvörður Stjörnunnar Dagur Kár Jónsson mun ekki leika meira með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Samkvæmt Degi þurfti hann að fara í aðgerð á hnéi fyrir tveimur vikum vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hann og gerir hann ráð fyrir 2-3 mánuðum þangað til hann getur farið aftur af stað.

Vegna meiðslana hafði Dagur lítið getað verið með Stjörnunni á þessu tímabili, en hann náði aðeins 5 leikjum með þeim frá 18. janúar til 14. febrúar. Samkvæmt Degi verður hann orðinn góður í sumar og aftur klár fyrir Stjörnuna í byrjun næsta tímabils.

Fréttir
- Auglýsing -