06:45
{mosimage}
Hávaxnir leikmenn geta skipt sköpum í varnarleik sins liðs. Þeir geta haft áhrif á skotval sóknarmanna enda er erfitt fyrir litla bakverði, sem eru mjög margir á Íslandi, að sækja að körfu andstæðinga þegar stór varnarmaður hefur plantað sér í teignum tilbúinn að verjast öllum þeim sem þora að koma inn í hann. Í leik Breiðabliks og Hauka í 1. deild karla í gærkvöldi þá virtist Elvar Traustason, leikmaður Hauka, hafa gleymt því hverjir voru að verjast í teig Blika þegar hann sótti að körfunni.
Halldór Halldórsson, leikmaður Breiðabliks, varði þá skot Elvars með tilþrifum eins og þessar myndir sýna og kannski og hugsaði hann með sér um leið og hann sló boltann úr höndum Elvars ,ekki mínu húsi.”
{mosimage}
(Elvar keyrir að körfu Blika)
{mosimage}
(Hann mætir Halldóri Halldórssyni sem bíður hann velkominn …)
{mosimage}
(með því að slá boltann úr höndunum á honum … ekki í mínu húsi)
Frétt og myndir: [email protected]



