spot_img
HomeFréttirEkki búist við öðru en Craion spili á Skírdag

Ekki búist við öðru en Craion spili á Skírdag

Michael Craion lék lítið sem ekkert í viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi þar sem hann lenti illa og snéri sig á ökkla snemma leiks. Craion fékk aðhlynningu og reyndi að komast aftur inn í leikinn en varð frá að hverfa sökum óhappsins. Keflvíkingar kláruðu þó leikinn í gær og jöfnuðu einvígið 1-1 og fara nú í oddaleik gegn Stjörnunni á Skírdag.
 
Þrátt fyrir að ástand Craion sé enn það sama og það var í gær er ekki búist við öðru skv. heimildum karfan.is en að Craion verði í búning á Skírdag þegar oddaleikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ. Craion hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar þetta tímabilið og þungavigtarmaður í leikmannahópi Keflavíkur.
 
Fréttir
- Auglýsing -