spot_img
HomeFréttirEkki aftur! (Skallasigur í Grafarvogi ? umfjöllun)

Ekki aftur! (Skallasigur í Grafarvogi ? umfjöllun)

23:32
{mosimage}

(Flake setti 21 stig í kvöld og tók 16 fráköst) 

Það er engin hefnd að vinna deildarleik eftir að hafa tapað bikarleik. Fjölnismenn stráðu þó ekki salti í sár Skallagrímsmanna sem unnu 66-79 í Grafarvogi í kvöld. 

Leikurinn var jafn í fyrstu eftir að staðan var jöfn, 8-8, sigu Borgnesingar framúr. Þeir byggðu sigurinn á sterkum varnarleik. Eini Fjölnismaðurinn sem sýndi lit var Sean Knitter. Hann skoraði 14 af fyrstu 23 stigum Fjölnis. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 14-22. 

Frammistaða heimaliðsins hreif ekki þjálfarann, Bárð Eyþórsson. Hann hringsnerist á hliðarlínunni og blótaði sínum mönnum í sand og ösku ef þeir misstu boltann eða spiluðu ekki almennilega vörn. Það bar árangur undir lok annars fjórðungs sem Fjölnir vann með þremur stigum og minnkaði muninn fyrir hlé í 31-36. Þá reyndu þeir að pressa leikstjórnandann Alan Fall framarlega á vellinum. 

Darrell Flake, leikmaður Skallagríms, fékk sína fjórðu villu snemma í þriðja leikhluta og fór á bekkinn. Í fjarveru hans skinu Milojica Zekovic og Fall. Zekovic raðaði niður skotum og opnaði fyrir félaga sína. Þegar sundin virtust lokuð var það Fall sem braust upp að körfunni og skoraði. Þannig juku Borgnesingar forystu sína í tíu stig, 45-55. 

Á sunnudag unnu Fjölnismenn upp þrettán stiga forskot. Um miðbik fjórða fjórðungs hótuðu þeir að endurtaka leikinn en þrautseigja Skallagrímsmanna og þeirra eigin klaufagangur kom í veg fyrir það. Borgnesingar voru öruggir seinustu mínúturnar og unnu 66-79. 

Alan Fall skoraði 14 stig fyrir Skallagrím, gaf 11 stoðsendingar og hirti tíu fráköst. En hann tapaði boltanum níu sinnum. Milojica Zekovic skoraði 30 stig og Darrell Flake 21. 

Sean Knitter var langbesti leikmaður Fjölnis, skoraði 27 stig, tók 13 fráköst og spilaði allan leikinn.Næstflest stig skoraði Anthony Dejay, tíu. 

Tölfræði leiksins 

Texti og myndir: Gunnar Gunnarsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -