spot_img
HomeFréttirEkkert virðist stöðva Bandaríkin

Ekkert virðist stöðva Bandaríkin

16:15
{mosimage}
(Lebron spilaði vel fyrir Bandaríkin í dag)

Bandaríkjamenn reyndust vera of stór biti að kyngja fyrir Spánverja en liðin mættust í lokaleik fjórðu umferðar nú fyrr í dag. Þessi tvö lið voru í jöfn í fyrsta og öðru sæti fyrir leikinn en með sigri Bandaríkjamanna sitja þeir einir á toppnum.

NBA stjörnurnar í bandaríska liðinu eru í miklu stuði þessa dagana og er alveg ljóst að þeir ætla sér að bæta upp fyrir slakt gengi liðsins á undanförnum mótum. Það er langt um liðið síðan „Draumaliðið” vann síðast stórmót og hefur geta þeirra verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu ár. Bandaríkin unnu síðast gull á ÓL í Sidney árið 2000 og hafa ekki sigrað á HM síðan 1994 þegar mótið var haldið í Toranto í Kanada.

Bandaríkin tóku strax forystuna og leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 31-22 og styrktu svo enn frekar stöðu sína í öðrum leikhluta og var staðan orðin 61-45 í hálfleik.

Það má eiginlega segja að leikurinn hafi verið hrein einstefna því Bandaríkin héldu áfram að spila Spánverja sundur og saman og eftir þriðja leikhluta var munurinn orðin 23 stig, 86-63.

Fjórði leikhluti var einunigs formsatriði og voru Spánverjar hreinleg búnir að gefast upp um miðjan leikhlutan og þegar tæpar fjórar mín. voru eftir var munurinn orðinn 33 stig og Bandaríkjamenn ekker á leiðinni að hætta. Lokatölur í leiknum urðu 119-82 og það er alveg á hreinu að eitthvað stórt þarf að gerast ef að Bandaríkin verða ekki meistarar.

Þrátt fyrir öruggan sigur Bandaríkjanna var leikurinn mikil skemmtun og sýndu bæði lið mörg glæsileg tilþrif.

Lebron James var stigahæstur í annars jöfnu liði Bandaríkjanna með 18 stig en alls voru 8 leikmenn af 12 með 10 stig eða meira.
Hjá Spáni var Fernandes Reyes stigahæstur með 19 stig og Pau Gasol var næstur honum með 13.

Bandaríkin eru þá á toppnum í B-riðli með 8 stig, Spánn, Grikkland og Kína eru með 6 stig, Þýskaland hefur 5 stig og Angola rekur lestina með 4 stig.

Í A-riðli eru Litháar á toppnum með 8 stig, Argentína í öðru með 7 stig, Ástralar og Króatar hafa 6 stig, Rússar hafa 5 og Íranar eru á botninum með 4 stig.

Mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -