Auðunn Blöndal þekkja líkast til flestir landsmenn en þó færri vita að Auðunn var hér um árið bakvörður í Íslandsmeistaraliði Tindastóls í 8. flokki. Auðunn hefur verið að mæta á þá leiki Tindastóls sem háðir hafa verið hér fyrir sunnan og stutt við sitt félag. En hvað sýnist þessum fjölmiðlamógúl um framhaldið og leik kvöldsins milli KR og Njarðvíkur?
Þetta eru tvö frábær lið en held að KR klári þetta heima þeir eru svo sterkir í Frostaskjólinu. Það er samt erfitt að halda ekki með liði sem Teitur og Frikki þjálfa þar sem að það eru tvö "legends" þar á ferð þegar að það kemur að körfubolta á Íslandi!
Það væri ekkert verra fyrir okkur Skagfirðingana að Njarðvík myndi stela þessu, þar sem að heimavöllurinn yrði þá okkar í úrslitunum.
En hvaða möguleika telur Auðunn á að Tindastóll hampi loksins þeim stóra?
Tindastóll á að sjálfsögðu góðan séns á að vinna Íslandsmeistarabikarinn. Þeir eru búnir að vera geggjaðir í vetur og eru ekki nema þremur leikjum frá þeim stóra. Ég var einmitt að grínast í Svabba (Svavar Atli) um daginn að síðast þegar að hann varð Íslandsmeistari að þá var ég leikstjórnandi með honum í 8 flokki. En strákarnir eru með frábært lið og með góðum stuðningi er allt hægt.
Mynd: Auðunn á vappi í heimabænum



