spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEkkert smit verið rakið til körfuboltaæfinga

Ekkert smit verið rakið til körfuboltaæfinga

Í gær voru komnir þrír mánuðir síðan að síðasti leikur í Dominos deild karla fór fram. Í honum vann lið Keflavíkur heimamamenn í Þór á Akureyri. Leikurinn var lokaleikur fyrstu umferðar deildarinnar, en daginn eftir voru settar á takmarkanir sem bönnuðu bæði keppni og æfingar í öllu afreksstarfi í körfubolta.

Fyrir tæpum mánuði, fimmtudaginn 11. desember var afreksfólki í efstu tveimur deildum svo leyft að æfa á nýjan leik, bæði með og á snertingar, en þær reglur sem settar voru þá renna úr gildi komandi miðvikudag 13. desember. Einhverjar nýjar reglur taka við, hverjar, veit enginn. Þrátt fyrir að stutt sé í að þetta gerist, forðast bæði sóttvarnarlæknir, sem og ráðamenn landsins að svara þeirri spurningu.

Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn og þjálfarinn Teitur Örlygsson benti í dag á þá staðreynd að síðan að æfingar voru leyfðar á nýjan leik í desember, hefur ekki eitt smit verið rakið til körfuboltaæfinga, þrátt fyrir að liðin hafi öll verið að æfa, með tilheyrandi snertingu.

Vonir eru að sjálfsögðu bundnar við það að körfuknattleik verði sýnd sú virðing að keppni verði á ný heimil á einn eða annan hátt. Þó ekki nema væri án áhorfenda og með tilliti til þeirra sóttvarnareglna sem gefnar voru út fyrr í vetur. Bæði er hægt að bera fyrir sig þeim rökum sem Teitur gerir, um að ekki hafi neitt smit enn verið rakið til þeirra fjölmörgu æfinga sem hafa fengið að fara fram síðan í desember. Einnig er (enn) hægt að benda á það hrópandi ósamræmi sem er í reglum fyrir ekki aðeins þau ríki sem Ísland ber sig mest saman við, Norðurlöndin, heldur nánast öll ríki heimsins, þar sem keppni er nánast án undantekninga ekki á skjön við lög.

Fréttir
- Auglýsing -