spot_img
HomeFréttirEkkert slitið né brotið

Ekkert slitið né brotið

 Snorri Hrafnkelsson sem borinn var af leikvelli í miðjum unglingaflokksleik í gær fékk eitthvað betri fréttir eftir fyrstu skoðun lækna í gær en haldið var í fyrstu.  Sem fyrr segir hafði verið óttast að jafnvel krossbönd væru slitin en eftir skoðun á dreng þá virðist svo vera að ekkert er brotið né slitið.  Um sé að ræða þá jafnvel bara slæma tognun. 
 ”Það er erfitt að lýsa þessu því ég varla veit hvað gerðist nákvæmlega. En ég fór strax uppá slysó og þar var tekin röntgenmynd af hnénu og þar kom í ljós að ekkert væri brotið né slitið. Hugsanlega að hnéskelin hafi hreyfst til og farið svo tilbaka.  En ég þarf að hvíla núna alveg í viku til 10 daga.” sagði Snorri í snörpu viðtali við Karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -