spot_img
HomeFréttirEkkert nema stórleikir

Ekkert nema stórleikir

15:37

{mosimage}
(Úr leik KR og ÍR fyrr í vetur)

Sannkallaðir stórleikir eru á dagskrá fyrir þá körfuboltaþyrstu. Aðalleikur kvöldsins er að sjálfsögðu í Borgarnesi en þá taka heimamenn á móti grönnum sínum frá Stykkishólmi. Leikir þessa liða eru ávallt stórskemmtilegir og fullt af fólki auk þess er þetta fyrsti alvöruleikurinn þar sem vinirnir og fyrrum samstarfsfélagarnir Geoff Kotila og Ken Webb mætast. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er fólk hvatt til að mæta snemma.

Í vesturbænum verður Reykjavíkurslagur þegar Íslandsmeistarar KR fá Bikarmeistara ÍR í heimsókn. Þessi lið mættust í tveimur úrslitaleikjum á undirbúningstímabilinu og hafði KR betur í bæði skiptin en þó eftir mikla baráttu og barning. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Í Kópavogi mætast tvö efstu lið 1. deild karla mætast en það eru Breiðablik og FSu. Bæði lið eru með 10 stig eftir fimm leiki og 68 stig í plús. Þó hefur Breiðablik skoraði aðeins meira að meðaltali en FSu á móti fengið færri stig á sig. Ekki geta úrslit leiksins orðið jafntefli og því ljóst að liðið sem vinnur í kvöld skellir sér á toppinn í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Smáranum.

Valsmenn heimsækja Þróttara í Voga í kvöld í 1. deild karla og hefst leikurinn kl. 20:00. Valur er búinn að tapa tveimur leikjum í röð og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Þróttarar hafa aðeins unnið einn leik og munu bæði lið selja sig dýrt í kvöld.

Einnig er spilað í 2. deild karla í Vestmannaeyjum og Digranesi og loks er leikur í unglingaflokki kvenna á Ásvöllum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -