spot_img
HomeFréttirEkkert lið heima talað við mig

Ekkert lið heima talað við mig

21:51

{mosimage}

Það er ekki víst að allir kveikji á perunni þegar Guðni Valentínusson er nefndur en hann vakti snemma athygli á körfuboltavellinum og lék með Snæfell og Fjölni í úrvalsdeild. Hann hélt svo á vit ævintýranna í vetur og fór til Danmerkur. Karfan.is hitti á kappann og spurði út í lífið, tilveruna og körfuboltann í Danmörku.

Hvað hefur þú verið að gera í vetur? 
Ég er búinn að vera í íþróttalýðháskólanum í Árhúsum og fór ég þangað til að breyta aðeins til, búa í öðru landi og prófa aðrar íþróttir svo sem handbolta, fitness, blak og margt fl. Ég ætlaði að kvíla mig aðeins á körfunni en það var erfitt að reyna að slíta sig frá því þannig ég ákvað að spila með ABF í 1.deildinni.

Hvernig gekk þér í vetur? Persónulega og liðinu?
Mér hefur gengið mjög vel hérna í Danaveldi.  Þeir sem þekkja mig vel vita að ég hef haft flogaveiki í mörg ár sem hefur truflað mig mikið seinustu árin en núna í vetur hefur það verið mjög lítið. Ég hef verið að spila með ABF sem er B – liði Bakken Bears sem er mest byggt á framtíðarleikmönnum liðsins og þar eru mjög góðir og efnilegir strákar á ferðinni.  Við vorum eitt af þremur liðum i 1. deildinni sem lékum án kana og enduðum við í 5. sæti okkar fyrsta ár í 1.deildinni.  Svo hef ég einnig verið að spila með Bakken Bears i D – League(þróunardeildin) sem eru allir þeir sem eru 23 ára og yngri.  Við unnum Jótlands riðilinn rétt svo í harðri baráttu við Svendborg og unnum síðan BK Amager sem unnu Sjálands riðilinn með 3 stigum í framlengdum leik.

Hvað tekur núna við? Verðuru áfram í Danmörku?
Mér líkar lífið í Danmörku vel og ég hef áhuga á að vera hérna áfram þannig að ég þarf að skoða þá möguleika sem ég hef.  Ég hef verið að skoða skóla hérna í Danmörku og líka heima á Íslandi.  En svo getur það vel verið að maður fari bara að vinna þannig að það er margt að hugsa um þessa daganna hvar maður ætlar að spila á næsta tímabili.

Hvaða lið koma til greina?
Eins og er þá er aðallið Bakken Bears og Alaborg búin að tala við mig .  Svo eru tvö önnur úrvaldsdeildar lið hérna í Danmörku búin að sýna áhuga á mér en enginn lið heima hafa talað við mig.

Hvernig lýst þér almennt á danska boltann og hvernig er munurinn á honum og þeim íslenska?
Danski boltinn er fínn og hentar mér vel.  Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki verið nógu duglegur að fylgjast með leikjum í úrvaldsdeildinni í vetur en ég hef fylgst meira með úrslitakeppninni.  Mér finnst danski boltinn hægari en sá íslenski og nota þeir stóra manninn meira enda eru þeir mun hærri.  Heima er hraðari bolti, betri skyttur og meiri barátta og læti í mönnum. Það er spilaður grófari bolti heima þannig að maður var oft að fá fimm villur til að byrja með.

[email protected]

Mynd: Christina Ipsen

Fréttir
- Auglýsing -