spot_img
HomeFréttirEkkert í hendi en tvö stig duga!

Ekkert í hendi en tvö stig duga!

Rétt eins og í Domino´s deildunum er lokaspretturinn framundan í 1. deild karla. Staða Hattar er vænleg og dugir Viðari og lærisveinum aðeins einn sigur til viðbótar til að gulltryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Höttur á þó aðeins tvo leiki eftir og í hvorugum þeirra verður neitt gefið. Þann 6. mars næstkomandi eða næsta föstudag getur Höttur klárað verkefnið með sigri á FSu. Komi sigur þar þá skipta aðrir leikir í deildinni ekki máli og Höttur fer upp.
 
 
Höttur hefur 30 stig í 1. sæti deildarinnar en saman í 2.-.3. sæti eru Hamar og FSu. Þetta tímabilið voru átta lið í 1. deild karla og leikin þreföld umferð. Gagnvart FSu hefur Höttur betur innbyrðis með einu stigi, til að FSu fari beint upp í úrvalsdeild þarf liðið að vinna Hött og skiptir þá engu stigamunurinn því rimman getur bara farið 2-1 á annan hvorn veginn. Eins þarf FSu að treysta líka á að ÍA vinni Hött í lokaumferðinni.
 
Gagnvart Hamri hefur Höttur betur innbyrðis, 2-1. Til þess að Hamar vinni deildina þarf Höttur að tapa rest, FSu að vinna rest og liðin þrjú að vera jöfn á toppi deildarinnar. Þá þarf FSu einnig að vinna stórsigur á Hetti næsta föstudag. Hamar vinnur þriggja liða „tie braker“ ef FSu fer austur og vinnur með 34 stiga mun eða minna (og áðurnefndar forsendur séu fyrir hendi, þ.e. að FSu vinni rest og Höttur tapi rest). Blikar eru liðið sem dregur þá línu í deildinni, eru í 6. sæti með 12 stig og möguleikinn á úrslitakeppninni farinn út um gluggann.
 
Leikjadagskrá þriggja efstu liðanna í 1. deild karla
 
Höttur
6. mars Höttur – FSu
20. mars ÍA – Höttur
Alls 4 stig í boði fyrir Hött
 
FSu
6. mars Höttur – FSu
12. mars FSu – ÍA
20. mars Þór Akureyri – FSu
Alls 6 stig í boði fyrir FSu
 
Hamar
5. mars ÍA – Hamar
13. mars Hamar – Þór Akureyri
20. mars KFÍ – Hamar
Alls sex stig í boði fyrir Hamar
 
Baráttan um sætin í úrslitakeppninni er svo annað mál. ÍA og Valur eru í 4.-.5 sæti deildarinnar bæði með 20 stig. Liðin mættust á dögunum þar sem Valsmenn tóku Skagamenn í kennslustund 90-50! Sem stendur er Valur heitasta lið 1. deildar með þrjá deildarsigra í röð. Fyrir ÍA eru 8 stig í pottinum og sömuleiðis hjá Val. Bæði lið eiga því enn möguleika á því að tryggja sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
 
Ef við skiljum við deildina eins og hún er í dag, blásum til loka deildarkeppninnar þá fer Höttur beint upp í úrvalsdeild og þarf ekki að taka þátt í úrslitakeppninni. Hamar fengi Val í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og væri með heimavöll og FSu myndi mæta ÍA þar sem Selfyssingar yrðu með heimavöllinn.
Hvað botninn varðar þá mun hann halda sér. Í ár fellur ekkert lið úr deildinni eins og kynnt var fyrir mót.
  
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 15/4 30
2. Hamar 12/6 24
3. FSu 12/6 24
4. ÍA 10/7 20
5. Valur 10/7 20
6. Breiðablik 6/12 12
7. KFÍ 4/13 8
8. Þór Ak. 1/15 2
 
Mynd/ Hveragerði Mynda-bær – Ragnar Gerald Albertsson í leik með Hetti gegn Hamri á dögunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -