spot_img
HomeFréttir,,Eitthvað átti sér stað“ – Bryant í bobba?

,,Eitthvað átti sér stað“ – Bryant í bobba?

 
Búist við því að Kobe-járnið verði hamrað einu sinni enn ef satt reynist. Nú hefur maður leitað sér læknishjálpar sökum eymsla í úlnlið eftir að Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, á að hafa rifið farsíma úr höndum mannsins. Forsagan er sú að Bryant mun hafa verið viðstaddur Guðsþjónustu í Carmel Valley í Kaliforníu síðastliðinn sunnudag þegar hann hélt að verið væri að taka myndir af sér á farsíma.
Bryant á að hafa rifið farsímann af manninum með þeim afleiðingum að hann þurfti að leita sér læknishjálpar sökum eymsla í úlnlið. Þegar Kobe átti svo að hafa áttað sig á því að engar myndir væru af honum í símanum mun hann hafa yfirgefið kirkjuna.
 
Í ,,sögulegu“ viðtali við talsmann lögreglunnar í San Diego kemur fram í beinni tilvitnun ,,að eitthvað hafi átt sér stað.“ Rannsóknin muni vera í gangi og verið sé að reyna að ,,vinna úr málunum.“
 
Ljóst er að ein afleiðingin af verkfallinu í NBA er sú að miðlar vestra eru farnir að skrifa ,,fréttir“ í ekki ósvipuðum anda og höfðingjarnir hjá Baggalúti.
 
Fréttir
- Auglýsing -