09:00
{mosimage}
Þó að Þýskaland og Púertó Ríkó hafi tapað í gær undanúrslitaviðureignum sínum um laus sæti á Ólympíuleikana fá þau eitt tækifæri til viðbótar í dag. En þá mætast þessi lið í hreinum úrslitaleik um hvort þeirra verður í eldlínunni í Peking í ágústmánuði.
Það verður allt lagt undir í dag og stórstjörnur beggja liða mun án efa sýna sitt besta til þess að knýja fram sigur.
Dirk Nowitzki fór á kostum í liði Þýskalands í gær gegn Króötum en 30 stigin hans voru ekki nóg en hann fær annað tækifæri í dag.
Helsta áhyggjuefni Púertó Ríkó eru meiðsli Carlos Arroyo. En NBA-leikmaðurinn yfirgaf völlinn í gær meiddur á kálfa og það mun aðeins koma í ljós rétt áður en leikur hefst hvort hann verður með.
Leikurinn hefst kl. 19:30 að staðartíma.
Mynd: fiba.com