spot_img
HomeFréttirEITT STIG! - Þriðji leikur Reykjavíkurrimmunnar á dagskrá í kvöld

EITT STIG! – Þriðji leikur Reykjavíkurrimmunnar á dagskrá í kvöld

Deildarkeppni: 18.1.21 vann KR Val á útivelli, 71-80[1]

Deildarkeppni: 11.3.21 vann Valur KR á útivelli, 77-87[2]

Leikur 1 í átta liða úrslitum: 16.5.21 vann KR Val á útivelli, 98-99[3] 

Leikur 2 í átta liða úrslitum: 19.05.21 vann Valur KR á útivelli, 84-85[4]  

Staðan er 1-1 í einvíginu, augljóslega. Fyrir talnaþyrsta samsæriskenningamenn er eitt skitið stig til eða frá stórmál, ég endurtek STÓRMÁL,[5] að mati Valsmanna og KR-inga. Eitt stig skilur á milli feigs og ófeigs í viðureignum liðanna, tölfræðilega séð. Valsmenn hirtu fjórða sætið vegna þess að Valur unnu í deildarleikjunum með EINU skitnu stigi samanlagt. Valsmenn fengu því heimaleikjaréttinn í átta liða úrslitum liðanna sem lentu í sæti 4 og 5. Og 5 mínus 4 er EINN…svona til að gleðja samsæriskenningarmennina ofurlítið.

Það er ótrúlegt, en satt, að Valsmenn eiga alls ekki öflugan heimavöll (ennþá). Áhorfendur hafa ekki beinlínis verið eins og síld í tunnu að Hlíðarenda tímabil eftir tímabil. Þetta eina skitna stig kemur þá kannski ekki til neins eftir allt saman. Fyrir samsæriskenningarmennina hefur þetta eina stig þó ekki sagt sitt síðasta enn…

Nú fer að styttast í leik 3 (þegar þetta er skrifað) – og þetta er kannski orðið pínu þreytt – en úrslitin réðust á einu skitnu stigi í bæði leik 1 og 2 í úrslitakeppninni. EITT STIG, sem er eins og sandkorn í fjöru eilífðarinnar!

Kúlan: Gjörðu svo vel, ber upp spádóm þinn!

,,Það er aldeilis sagan!“ segir Kúlan. ,,Ég þekki sögur vel og kann þær margar. Þessi sería endar með því að annað liðið vinnur einum leik meira en hitt. Og í þessum leik vinna Valsmenn með einu stigi, 101-100.“


[1] Valur þá og Valur núna er ekki það sama…vantaði lykilleikmenn í liðið

[2] Ég ætla að horfa á þennan leik aftur.

[3] Eftir framlengdan leik! Þvílík barátta.

[4] Valsmenn tóku þennan, annar frábær leikur!

[5] Svali myndi sennilega segja Lögreglumál.

Hérna eru leikir dagsins

Fréttir
- Auglýsing -