spot_img
HomeFréttirEistar númeri of stórir á lokamínútunum

Eistar númeri of stórir á lokamínútunum

 

Undir 16 ára lið drengja tapaði fyrir Eistlandi með 61 stigi gegn 75. Liðið því með einn sigur og eitt tap eftir tvo fyrstu dagana á Norðurlandamótinu. Næst leika þeir gegn Svíþjóð á morgun.

 

Gangur leiks

Eistneska liðið var betra í upphafi leiks, leiddu með 15 stigum gegn 12 eftir fyrsta leikhluta. Við þá forystu bættu þeir svo undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 33-26 Eistlandi í vil.

 

Sú forysta hélst allt fram í byrjun fjórða leikhlutans. Gerði íslenska liðið þá vel í að vinna hana niður og var á tímabili komið yfir. Leikurinn var svo í járnum þangað til um 3 mínútur voru eftir, þá sigldi Eistland aftur frammúr og kláraði leikinn að lokum með 14 stiga sigri, 75-61.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Íslenska liðið fékk á sig 32 stig úr hraðaupphlaupum í leiknum á móti aðeins 9 hjá Eistlandi.

 

Hetjan

Viktor Máni Steffensen var bestur í íslenska liðinu í dag. Skoraði 13 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann spilaði. Þá setti hann öll 8 vítaskot sín niður í leiknum.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -