16:15
{mosimage}
Nú er ljóst að ÍR-ingurinn Eiríkur Önundarson muni leika með liðinu á næstu leiktíð og eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir Breiðhyltinga. Í fréttatilkynningu frá ÍR kemur fram að ásamt því að leika með liðinu mun Eiríkur verða aðstoðarþjálfari Jón Arnars, þjálfara liðsins.
Eftir að legið undir feldi í nokkurn tíma ákvað Eiríkur að taka eitt tímabil til viðbótar og verður hann í eldlínunni í vetur.
Fréttatilkynnig frá körfuknattleiksdeild ÍR
Eiríkur Önundarson hefur verið lykilmaður körfuknattleiksliðs ÍR í ára raðir. Reynsla hans hefur verið liðinu mikill styrkur innan vallar sem utan og hefur hann verið fyrirliði liðsins undan farin ár. Hann hafði hug á að hætta körfuknattleiksiðkun eftir sl. tímabil. En nú hafa ÍR-ingar gert samkomulag við Eirík um að spila áfram með liðinu og jafnframt verður hann aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar og þykir Jóni þetta mikill fengur fyrir sig og liðið. Þetta eru mikil gleðitíðindi og lýsir stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR yfir mikilli ánægju með þessa ákvörðun Eiríks. ÍR-ingar hafa allan hug á að ná langt á komandi tímabili. Halda áfram að byggja á þeim frábæra árangri sem liðið náði í úrslitakeppninni sl. vor. Þetta samkomulag er mikilvægur þáttur fyrir þá vinnu.
Mynd: [email protected]