spot_img
HomeFréttirEiríkur og Nate klárir í slaginn

Eiríkur og Nate klárir í slaginn

12:00 

{mosimage}

 

 

Karfan.is tók þá Eirík Önundarson og Nate Brown tali á blaðamannafundi Lýsingar og KKÍ sem fram fór í húsakynnum Lýsingar í gær. Strákarnir voru nokkuð sprækir og ekki annað á þeim að sjá en að töluverð spenna væri í þeim fyrir bikarleiknum.

 

,,Við erum þarna á 6 ára fresti en við þurfum að minnka það árabil og fara oftar í Höllina því þetta er bara gaman og ekkert annað. Þetta er einnig meiriháttar tækifæri fyrir okkur og vonandi verða bara hrikalega margir áhorfendur í Höllinni,” sagði Eiríkur Önundarson sem síðast lék til bikarúrslita árið 2001 þá einmitt gegn Hamri og gerði hann 18 stig í leiknum. ,,H/S vill stýra hraðanum og halda tempóinu niðri en við erum kannski meira í hina áttina. Það lið sem nær að stýra hraðanum og hefur viljann og græðgina fyrir hendi mun vinna þennan leik,” sagði Eiríkur.

 

Nate Brown segist hafa staðið sig vel í þeim stórleikjum sem hann hefur leikið á ferlinum og er fullur tilhlökkunnar. ,,Þetta er stór leikur fyrir félagið og við munum gera allt til að spila okkar bolta og erum mjög einbeittir þessa stundina,” sagði Brown sem svaraði því aðspurður að það yrði vissulega pirrandi fyrir öll lið sem spila hraðan bolta ef andstæðingurinn næði að hægja á leiknum eins og H/S hefur verið að gera í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -