spot_img
HomeFréttirEiríkur: Halda áfram á sömu braut

Eiríkur: Halda áfram á sömu braut

15:30 

{mosimage}

Fyrirliði ÍR, Eiríkur Önundarson, var himinlifandi í leikslok og hefur sagt víða að bikartitillinn sé gjöf til félagsins á 100 ára afmælinu. Ekki amaleg afmælisgjöf það. Eiríkur átti góðan dag gegn Hamri/Selfoss á laugardag en varð frá leik að víkja með fimm villur undir lokin en hann gerðist sekur um klaufalega fimmtu villu. 

Eiríkur gerði 13 stig í leiknum og tók fjögur fráköst en kappið bar hann ofurliði þegar hann fékk sína fimmtu villu fyrir klaufalegt brot á George Byrd. ,,Maður á að vera reynslumesti maðurinn í liðinu og gerist svo sekur um svona villu,” sagði Eiríkur brosmildur en þessi tiltekna villa skipti á endanum ekki máli þar sem ÍR fagnaði sigri.  

,,Þetta var bjútífúl, þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir þessa íþrótt. Að komast í þessa leiki og spila fyrir svona áhorfendur, þetta gerist ekki betra. Við erum ekki í góðum málum í deildinni og verðum að fara að standa okkur þar en bikarinn er gott veganesti inn í framhaldið í deildinni. Nú er bara að halda áfram á sömu braut,” sagði Eiríkur.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -