09:23
{mosimage}
Stjörnumaðurinn Eiríkur Sigurðsson hefur ákveðið að hætta að leika með Iceland Express-deildar liði Stjörnunnar. Eftir að hafa rætt við stjórn félagsins var honum leyft að yfirgefa herbúðir Garðbæinga. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.
Þar segir að hann hafi hug á að breyta til og því gæti Eiríkur sést í nýjum búning á næstunni.
Bakvörðurinn Eiríkur hefur leikið þrjá leiki á tímabilinu og skorað í þeim tvö stig.
Í fyrra lék hann alla 22 leiki Stjörnunnar í Iceland Express-deildinni sem voru þá nýliðar í deildinni. Hann skoraði 2.6 stig í leik í fyrra.
Mynd: [email protected]



