Einum leik kvöldsins frestað vegna veðurs

Mótanefnd KKÍ hefur frestað leik Njarðvíkur og Hattar sem var á dagskrá í kvöld þar sem öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag.

Leikurinn verður settur á dagskrá kl. 19:15 á morgun í samræmi við 9. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót og ákvörðun mótanefndar.