Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.
Gengi liðsins verið upp og ofan, en síðustu daga hefur liðið leikið upp á sæti í mótinu. Með sigri gegn Úkraínu í dag 88-67 tryggði liðið sér úrslitaleik um sæti 13 á mótinu, en sæti 14, 15 og 16 falla öll í b deild.
Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Kristján Fannar Ingólfsson með 27 stig. Þá bættu Leó Curtis við 22 stigum og Lars Erik Bragason og Hilmir Arnarson 15 stigum hvor.
Í úrslitaleik um 13. sætið á mótinu mun Ísland mæta sigurvegara viðureignar þýskalands og Finnlands.



