spot_img
HomeFréttirEinstök þjónustulund Stólanna

Einstök þjónustulund Stólanna

Tindastólsmenn eru komnir í jólafrí eins og allir aðrir í körfunni hér á Íslandi. Þeirra síðasta verk átti að vera sigurinn gegn Skallagrím í lokaumferðinni fyrir jól en þeir létu ekki þar staðar numið.
 
 
Á Sauðárkróki hefur snjóað líkt og víðast hvar annars staðar á landinu og þannig var það á meðan leiknum gegn Skallagrím stóð. Þegar kom svo að því að rýma Síkið eftir leik átti einn stuðningsmaður Stólanna erfitt um vik þar sem hann er í hjólastól og snjófarganin honum erfið.
 
Leikmenn Tindastóls tóku sig bara til og báru kappann út í bíl, ekki málið! Já, það er ekki allur „útburður“ leiðindamál.
 
 
Myndir/ Hjalti Árnason
  
Fréttir
- Auglýsing -