11:40
{mosimage}
(Unndór ásamt knattspyrnusnillingnum Thierry Henry í Barcelona)
Unndór Sigurðsson þjálfari mfl. Kvenna, 10.flokks kvenna og 8.flokks karla hefur verið staddur í Barcelona undanfarið en þar hefur hann verið að kynna sér þjálfun og starfsemi hjá einu stærsta íþróttafélagi heimsins, Barcelona. Unndór er að klára BS í íþróttafræðum hjá HR og heimsókn hans til Barcelona er stór liður í námi hans. Frá þessu er greint á www.umfn.is
Barcelona er gríðarlega stórt félag sem á sér langa og farsæla sögu og í raun einstaklega glæsilega. Knattspyrnulið félagsins er eitt af stærstu knattspyrnufélögum heimsins og er gríðarlega þekkt út um allan heim. Að jafnaði sækja um 100.000 manns heimaleiki liðsins og er umfang liðsins gríðarlegt. Körfuknattleikslið Barcelona er eitt besta lið Evrópu auk þess sem handboltaliðið er geysilega öflugt. T.d hafa Knattspyrnu, körfuboltaliðið og handboltaliðið öll orðið Evrópumeistarar í sinni grein.
Barcelona er ótrúlegur klúbbur og það var mikið tækifæri þegar Unndóri bauðst að fara þangað og fylgjast með í rétt rúmar 3 vikur. Í raun ómetanleg reynsla fyrir mann sem er í álíka námi og Unndór og þetta á eftir að reynast kappanum dýrmætt. Heimasíðan náði tali af Unndóri í gærkveldi og það var gott hljóðið í kappanum.
Í fyrsta lagi, hvers vegna ertu staddur í Barcelona?
,,Ég er að reyna safna sem mestum upplysingum og ég get fyrir lokaverkefnið mitt sem mun að öllum líkindum fjalla um afreksþjálfun í körfuknattleik og knattspyrnu. Þetta tækifæri var einstakt og gat ég ekki sleppt þessu. Ég fékk mikinn skilning frá félaginu ( UMFN ) og Örvar Þ Kristjánsson hefur leyst mig af á meðan. Ég er svo væntanlegur á föstudagsmorgun og hlakka mikið til þess að hefja störf aftur.”
Hvernig hefur þetta verið hjá þér þarna úti fram að þessu?
,,Þessi ferð hefur gefið mér gott innsæi hvernig æfingum er háttað hja einum stærsta klúbb í Evrópu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu öllu saman og ég hef svo sannarlega sankað að mér alls kyns upplýsingum hérna. Í einu orði sagt þá hefur þetta verið frábært.”
Að lokum, eitthvað sem hefur komið þér á óvart hjá Barcelona?
,,Nei í raun ekkert þar sem ég vissi að ég væri að fara til "stór" klúbbs, það er bara virkilega gaman að sja þessa topp íþróttamenn æfa og gaman að sjá hvað aðalþjálfarar. hafa það aðeins betra en þjálfarar á Íslandi þar sem þeir eru með 4-5 aðstoðarþjálfara. Sannkallaður lúxus og svo er þetta bara allt annað enda eintómir atvinnumenn hérna.”
Unndór bað fyrir kærum kveðjum heim en hann er væntanlegur í lok vikunnar og mun stýra mfl kvenna gegn Blikum nk. föstudagskvöld.