spot_img
HomeFréttirEinstaklingsbúðir Harðar Axels og Jóhanns Árna

Einstaklingsbúðir Harðar Axels og Jóhanns Árna

Dagna 1.-3. júní næstkomandi munu kapparnir Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður MBC í Þýskalandi og Jóhann Árni Ólafsson leikmaður deildarmeistara Grindavíkur standa að einstaklingsbúðum fyrir ungmenni 14 ára og eldri.
Búðirnar verða fyrir bæði kynin, þær verða haldnar í Íþróttarhúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Um takmarkaðan fjölda iðkenda í búðunum verður að ræða og verð á hvern leikmann er 7500 krónur. Systkynaafsláttur mun vera veittur. 12000 krónur samtals fyrir 2 systkyni
 
Skráning fer fram í gegnum [email protected]
 
Nálgast má frekari upplýsingar um búðirnar á Facebook
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -