6:32
{mosimage}
Gestiberica Vigo töpuðu fyrir Cai Huesca la Magia 63-62 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 27-32. Jakob Örn sem hefur verið veikur undanfarna daga náði sér alls ekki á strik og skoraði 3 stig á 20 mínútum.
Gestiberica Vigo stjórnuðu leiknum allan tímann og voru yfir í hálfleik 27-32. Þeir héldu forystunni nær allan leikinn eða þangað til að heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum 63-62 sem urðu lokatölur leiksins.
Svekkjandi tap hjá gestunum í Vigo, en það er strax leikur á sunnudag og þar þurfa allir að sýna sitt rétta andlit og jafna seríuna og fara heim með 1-1.
Jakob Örn hefur verið veikur undanfarna daga og var hann ekki búinn að ná sér í dag, hann á mikið inni og vitum við að hann mun koma sterkari til leiks á sunnudag.
Mynd: www.ciudaddevigobasquet.com