spot_img
HomeFréttirEinn sigur hjá Reykjavíkurúrvali í Köben

Einn sigur hjá Reykjavíkurúrvali í Köben

9:08

{mosimage}

Í lok maí stóð Reykjavíkurborg (ÍBR/ÍTR) fyrir keppnisferð krakka fæddum 1994/1996 til Kaupmannahafnar til að taka þátt í íþróttakeppni á milli vinabæja Reykjavíkur á Norðurlöndunum. Tíu stelpur frá KR, Fjölni, Val og Ármanni fóru og léku fjóra körfuknattleiksleiki.

Karfan.is sagði frá þessari ferð áður en stelpurnar lögðu í hann og ætlunin var að segja lítillega frá leikjunum. Karfan.is hefur gengið illa að fá fréttir af þessari ferð. Þó veit þessi netmiðill að stelpurnar höfðu nóg að gera í ferðinni og að hún heppnaðist vel. Liðið tapaði stórt fyrir finnska og sænska liðinu. Leikurinn á móti Dönum var í járnum og má segja að hann hafi tapast á því að lykilleikmaður hafi villað snemma út af. Norska liðið var ekki gott og þær íslensku þann leik auðveldlega. 

Þetta framtak hjá Reykjavíkurborg er lofsvert og það mun hjálpa við að koma kvennakörfunni í Reykjavík á hærri stall. Samkvæmt heimildum karfan.is eru nokkrar líkur á því að Reykjavíkurborg muni senda 1995-stelpulið í þetta verkefni árið 2009 sem verður í Stokkhólmi.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -