spot_img
HomeFréttirEinn sá efnilegasti fótbrotinn

Einn sá efnilegasti fótbrotinn

Einn af efnilegri leikmönnum landsins nú um stundir er KR-ingurinn Kristófer Acox en hann hefur leikið gríðarlega vel með yngri flokkum KR og U16 ára landsliði Íslands, var hann m.a. valinn í úrvalslið Norðurlandamótsins í vor. Fyrir skömmu var hann á einni af fyrstu æfingum sínum með meistaraflokki KR og fótbrotnaði.

 
 
Karfan.is heyrði í honum og spurði hvernig þetta hafi gerst.
„Þetta gerist annan daginn eftir að ég kem heim frá USA, mættur ferskur á æfingu og það eru rúmlega 2 mínútur eftir af æfingunni þegar að þetta óhapp gerist. Er samt ekki alveg viss hvað gerðist, ég man bara eftir að hafa verið að hoppa upp og svo fékk ég gríðarlegt högg beint á hnéð og datt niður í gólfið.“
 
Hvenær má eiga von á því að sjá þig aftur í búning?
„Læknirinn segir strax eftir áramót ef að allt lítur vel út sem að það gerir í augnablikinu þannig að ég held í þá von.“
 
Þú varst úti í USA í sumar, hvað varstu að gera þar?
„Fyrst og fremst bara að hitta pabba og fjölskylduna. Annars var eg líka að æfa á fullu með pabba og Xavier McDaniel frænda út júnímánuðinn og byrjun júlímánaðar þar sem að ég keppti eitthverja 10 leiki með AAU liði sem var frá Columbia. Svo fór ágúst mánuðurinn bara í chill eiginlega.“
 
Þess má geta að faðir Kristófers er Terry Acox sem lék með Akaranesi upp úr 1990 og þótti með ógurlegri troðurum sem komið hafa til Íslands.
 
Snorri Örn Arnaldsson
Fréttir
- Auglýsing -