Einn allra besti dómari landsins Davíð Tómas Tómasson hefur sagt skilið við dómarastörf eftir 20 ára feril. Staðfestir Davíð þetta með færslu á samfélagsmiðlum.
Þakkar Davíð fyrir sig í færslunni og segir hann að karfan hafi verið þar sem hjarta hans hafi slegið. Enn frekar segir hann íþróttina hafa gefið sér lærdóm á ótal sviðum og að hann hafi fengið að ferðast vítt og breitt, kynnast íþróttinni og fólki í kringum hana á djúpstæðan hátt.
Þá segir hann að hann voni að brotthvarf sitt frá íþróttinni leiði til vakningar innan hreyfingarinnar og úrbóta á starfsumhverfi dómara. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan.
Karfan óskar Davíði til hamingju með frábæran feril og velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.



