Rétt í þessu tilkynnti KKÍ fyrsta landsliðshóp nýs þjálfara Pekka Salminen.
Fimmtán leikmenn eru í hópnum sem leikur tvo fyrstu leiki sína í undankeppni EuroBasket 2027 á næstu vikum. Fyrri leikur liðsins er heimaleikur gegn Serbíu, en sá seinni úti gegn Portúgal.
Heimaleikurinn fer fram miðvikudaginn 12. nóvember gegn Serbíu kl 19:30 í Ólafssal, en frítt er á leikinn í boði Bónus. Hópurinn ferðast svo til Portúgal í kjölfarið og spilar þar gegn heimakonum í Lissabon þriðjudaginn 18. nóvember.
15 leikmanna hópur Íslands
Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík – 14
Ásta Júlía Grímsdóttir – Valur – 14
Danielle Rodriguez – Njarðvík – 4
Diljá Ögn Lárusdóttir – Stjarnan – 10
Helena Rafnsdóttir – Njarðvík – 2
Isabella Ósk Sigurðardóttir – Grindavík – 15
Kolbrún María Ármannsdóttir – TK Hannover Luchse, Þýskalandi – 2
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir – KR – 2
Rebekka Rut Steingrímsdóttir – KR (nýliði)
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík – 32
Sigrún Björg Ólafsdóttir – Haukar – 7
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík -24
Tinna Guðrún Alexandersdóttir – Haukar – 10
Þóra Kristrín Jónsdóttir – Haukar – 37
Þóranna Kika Hodge-Carr – Valur – 7



