spot_img
HomeFréttirEinn mesti efniviður Svía mættur í Euroleague

Einn mesti efniviður Svía mættur í Euroleague

Í gær lék Ludde Hakanson sinn fyrsta leik í meistaradeild Evrópu (Euroleague). Þessi 18 ára gamli Svíi er einn alefnilegasti leikmaður Svíþjóðar og hefur verið á mála hjá stórliði Barcelona síðan um fermingaraldur.
 
 
Hakanson fékk tæpar 3 mínútur í sigri Barcelona í gær en náði ekki að skora í 86-67 sigri Börsunga gegn PGE Turow.
 
Einar Árni Jóhannsson hefur stýrt yngri landsliðum Íslands til fjölda ára og þekkir vel til leikmannsins. „Ég hef ekki mætt honum þar sem ég var ekki með 1996 árganginn nema í U18 í fyrra og hann spilaði ekki með U18 hjá Svíum í fyrra þar sem hann var á fullu með A landsliði Svíþjóðar. En ég hef séð hann í action á NM í gegnum árin og hann er frábær leikmaður sem á klárlega eftir að ná langt í þessu, og það að spila í Euroleague 18 ára segir eiginlega allt sem segja þarf.“
 
Mynd/ FCBarcelona.es
  
Fréttir
- Auglýsing -